Paul McShane gerir starfslokasamning

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Skoski miðjumaðurinn Ian Paul McShane hefur leikið sinn síðasta leik fyrir knattspyrnulið Grindavíkur. Þetta kemur fram á Fótbolti.net í dag. McShane hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með Grindavík á leiktíðinni. Hann hefur verið í herbúðum liðsins síðustu tvö tímabil en auk þess spilaði hann með liðinu frá 1998-2007.

„Ég náði samkomulagi í gær og mun skrifa undir starfslokasamning í dag,” er haft eftir McShane á Fótbolta.net.

McShane er á 34. aldursári og ætlar að finna sér nýtt lið á Íslandi. Félagaskiptaglugginn opnar á sunnudag og þá geta leikmenn fundið sér ný félög.