Grindavík sækir Keflavík heim í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir Keflavík heim í Lengjubikar karla í köfubolta í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörku leik eins og ávallt þegar þessi tvö nágrannalið eigast við. Grindavík hefur fullt hús eða 4 eftir tvær umferðir í riðlinum en Keflavík hefur 2 stig. Þegar liðin mættust í deildinni á dögunum fór Grindavík með öruggan sigur af hólmi.

Strákarnir í stuði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur sýndu mátt sinn og megin með því að rassskella Njarðvíkinga í Röstinni í gærkvöldi með 107 stigum gegn 81 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Grindvíkingar náðu strax yfirhöndinni og komust í 22-4 eftir fjögurra mínútna leik. Hinn bandaríski Samuel Zeglinski fór á kostum í upphafi leiks en þessi strákur hefur vakið athygli í upphafi móts. Eftir fyrsta leikhluta …

Marko Valdimar gerir nýjan samning

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Marko Valdimar Stefánsson verður áfram leikmaður Grindavíkur en hann skrifaði undir samning við félagið til 2014. Marko er 22 ára og getur bæði leikið sem varnarmaður og varnarsinnaður miðjumaður. Hann lék 18 leiki í deildinni í sumar. Frá þessu er greint á fotbolti.net. Marko Valdimar var kjörinn leikmaður ársins í sumar en Grindavík féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni. Mynd: Leikmenn …

Stemmning á pöllunum eykur líkurnar á velgengni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í Röstinni kl. 19:15 í kvöld. Það tók Grindavík ekki nema nokkrar klukkustundir að ráða eftirmann Helga Jónasar Guðfinnssonar sem þjálfara Grindavíkurliðsins í vor eftir að hann tilkynnti að hann hætti á toppnum sem Íslandsmeistari. Efnilegasti þjálfari landsins, Sverrir Þór Sverrisson, sem gerði kvennalið Njarðvíkur að tvöföldum meisturum á síðustu leiktíð, var ráðinn til starfans. …

Grindavík burstaði Skallagrím

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík pakkaði Skallagrími saman í Lengjubikar karla í körfubolta í gærkvöldi með 104 stigum gegn 79. Ekkert varð af því að Páll Axel Vilbergsson spilaði gegn sínum gömlu félögum í Grindavík því hann er meiddur og sat á bekknum. Skallagrímur hafði 8 stiga forskot í hálfleik. En Grindavík fékk augljóslega mikla yfirhalningu frá þjálfara sínum í hálfleiksræðunni því Íslandsameistararnir fóru …

Óskar verður áfram hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, mun verða áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð. Þetta staðfestir hann í samtali við Víkurfréttir. Hann hafði verið orðaður við nokkur lið í Pepsi-deildinni en Grindavík féll sem kunnugt er úr Pepsi-deildinni í sumar. „Það er nánast frágengið að ég verði áfram í Grindavík. Ég tel þetta ekki rétta tímann til að stökkva frá borði,” …

Páll Axel mætir í Röstina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson sem var fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð þegar það tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn, mætir í Röstina að nýju með liði sínu Skallagrími í kvöld. Þá mætast liðin í Lengjubikarnum kl. 19:15. Páll Axel hefur verið sjóðandi heitur í upphafi móts fyrir Skallagrím og verður eflaust skrítin tilfinning fyrir hann að mæta sem gestur í Röstina þar sem …

Fyrsta tapið kom í Þorlákshöfn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur sóttu ekki gull í greipar Þórsara í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þór lagði Grindavík að velli nokkuð örugglega með 9 stiga mun, 92 stigum gegn 83, þrátt fyrir stórleik Aaron Broussard hjá Grindavík sem skoraði 27 stig. Þórsarar tóku strax frumkvæðið í leiknum og höfðu 8 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og einnig í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta var …

Grindavík sækir Þór heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur sækja Þór í Þorlákshöfn heim í kvöld í úrvaldseild karla í kvöld kl. 19:15. Grindvíkingar eiga góðar minningar frá Þorlákshöfn frá því í vor þegar Íslandsmeistaratitli var landað eftir skemmtilegt einvígi við Þórsara. Leikurinn hefst kl. 19:15 og um að gera að keyra Suðurstrandarveginn en það tekur aðeins rúmlega hálftíma að keyra á milli.

Stórleikur Petrúnellu dugði skammt

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur fóru enga frægðarför í Stykkishólm í gærkvöldi í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Grindavík steinlá fyrir Snæfelli 86-55 en stórleikur Petrúnellu Skúladóttur dugði skammt en hún skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst, sannarlega glæsileg frammistaða! Snæfell hafði 6 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og bætti svo smátt og smátt við forskotið og átti ekki í vandræðum með Kanalaust Grindavíkurlið.  …