Stórleikur Petrúnellu dugði skammt

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur fóru enga frægðarför í Stykkishólm í gærkvöldi í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Grindavík steinlá fyrir Snæfelli 86-55 en stórleikur Petrúnellu Skúladóttur dugði skammt en hún skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst, sannarlega glæsileg frammistaða!

Snæfell hafði 6 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og bætti svo smátt og smátt við forskotið og átti ekki í vandræðum með Kanalaust Grindavíkurlið. 

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær en Grindavík hefur fundið nýjan bandarískan leikmann sem er væntanlegur á næstunni, vonandi fyrir næsta leik.

Stigaskor Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 31/11 frák. Harpa Rakel 8/7 frák. Jeanne Sicat 4. Berglind Anna 4. Helga Hallgríms 3/8 frák. Ingibjörg Sigurðardóttir 3. Mary Sicat 2. Jóhanna Rún 0. Eyrún Ösp 0. Alexandra Marý 0. Julia Sicat 0. Ingibjörg Yrsa 0.

Staðan í deildinni er þessi:
1. Keflavík 4 4 0 328:216 8 
2. Snæfell 4 4 0 297:221 8 
3. Valur 4 3 1 264:230 6 
4. Njarðvík 4 2 2 254:274 4 
5. KR 4 2 2 236:258 4 
6. Haukar 4 1 3 249:274 2 
7. Fjölnir 4 0 4 236:304 0 
8. Grindavík 4 0 4 218:305 0