Milan Stefán formlega ráðinn þjálfari Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur formlega ráðið Milan Stefán Jankovic sem þjálfara Grindavíkurliðsins sem leikur í 1. deild í sumar eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni. Honum til aðstoðar verður Pálmi Ingólfsson. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá félaginu í morgun. Báðir sömdu til fjögurra ára. Milan Stefán Jankovic er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu. Hann hefur þjálfað 2. …

Nágrannaslagur í undanúrslitum bikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður nágrannaslagur í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar Keflavíkur mætast en leikurinn fer fram í Reykjanesbæ undir lok mánaðarins. Þetta verður all svakalegur leikur þar sem mikið er í húfi.  Í hinni undanúrslitarimmunni mætast Snæfell og Stjarnan.

Helgi Jónas styrkir fótboltaliðin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú er undirbúningsþjálfun hjá knattspyrnumönnum komin á fullt skrið. Meistaraflokkur karla og kvenna í Grindavík ásamt 2. flokki karla í Grindavík eru byrjuð í þreki í Metabolic afreksþrekþjálfun undir leiðsögn Helga Jónasar Guðfinnssonar og Einars Inga Kristjánssonar.   Áherslan í þjálfuninni beinist fyrst og fremst í að auka styrk, snerpu, stökkkraft og jafnvægi en rík áhersla er lögð á að …

Hörku bikarslagur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur taka á móti Val í Röstinni í kvöld kl. 19:15 í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Hér er frábært tækifæri fyrir stelpurnar okkar að fara alla leið í bikarnum og eru Grindvíkingar hvattir til þess að fjölmenna.

Grindavíkurstelpur úr leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur eru úr leik í bikarnum eftir átta siga tap gegn Val í Röstinni í kvöld, 78-70. Leikurinn var jafn og spennandi og liðin skiptust á að vera í forystu framan af.  Valur komst þó yfir um miðjan þriðja leikhluta en Grindavík var þó aldrei langt undan. Munurinn var bara eitt stig þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Valur …

Óvænt tap á heimavelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli í vetur er nágrannar þeirra frá Keflavík komu í heimsókn í Röstina. Grindavík hafði níu stiga forskot í hálfleik en það dugði skammt. Keflavík vann með 8 stiga mun, 106 stigum gegn 98. Aaroun Broussard var stigahæstur Grindvíkinga en útlendingahersveit Keflavíkinga var mjög öflug og Magnús Gunnarsson fór hamförum í þriggja stiga skotum. Grindavík …

Steinlágu gegn nágrönnunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sótti ekki gull í greipar nágranna sinna í Keflavík því gestirnir fóru með sigur af hólmi með 26 stiga mun, 57-83. Eftir góðan fyrsta leikhluta þar sem Grindavík hafði eins stigs forskot hrundi leikur liðsins eins og spilaborg og Keflavík skoraði 32 stig í öðrum leikhluta en Grindavík aðeins átta. Það vantaði mikið upp á leikgleðina hjá Grindavíkurstelpum og …

Bogi Rafn í HK

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

HK hefur fengið varnarmanninn Boga Rafn Einarsson til liðs við sig frá Grindavík. Bogi Rafn, sem er 24 ára, hefur leikið allan sinn feril með Grindavík, að undanskildum hluta úr tímabilinu 2010 þegar hann lék með Njarðvík í 1. deild. Hann á að baki 43 úrvalsdeildarleiki með Grindvíkingum og hefur skorað eitt mark en hann missti alveg af síðasta tímabili …

Nágrannaslagur í karlakörfunni – Plötusnúðakeppni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það er risaslagur í Röstinni kl. 19:15 í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Keflavík í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hér eigast við Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir. Búast á við miklu fjöri. Körfuknattleiksdeild UMFG bryddar upp á þeirri nýjung að vera með plötusnúðakeppni á þeim heimaleikjum sem eftir eru. Fyrsti plötusnúðurinn er enginn annar er DJ Köggull (Leifur Guðjónsson). Grindavík trónir …

Firmamót í Hópinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Laugardaginn 19. janúar verður haldið firmamót í Hópinu í Grindavík á vegum meistaraflokks karla í knattspyrnu. Mótið verður með öðru sniði en síðastliðin 26 ár þar sem nú verður leikið á gervigrasi. Búist er við bullandi stemningu og frumlegum fagnaðarlátum Reglurnar:  5 inná í einu (1 markmaður og 4 útispilarar). Ótakmarkaður fjöldi skiptimanna. Leiktími 1 x 12 mín Allir leikmenn gjaldgengir Fyrirkomulag: Mótinu verður skipt …