Nágrannaslagur í karlakörfunni – Plötusnúðakeppni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það er risaslagur í Röstinni kl. 19:15 í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Keflavík í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hér eigast við Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir. Búast á við miklu fjöri. Körfuknattleiksdeild UMFG bryddar upp á þeirri nýjung að vera með plötusnúðakeppni á þeim heimaleikjum sem eftir eru. Fyrsti plötusnúðurinn er enginn annar er DJ Köggull (Leifur Guðjónsson).

Grindavík trónir á toppnum með 18 stig en  Keflavík er í 6. sæti með 12 stig.