Steinlágu gegn nágrönnunum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sótti ekki gull í greipar nágranna sinna í Keflavík því gestirnir fóru með sigur af hólmi með 26 stiga mun, 57-83. Eftir góðan fyrsta leikhluta þar sem Grindavík hafði eins stigs forskot hrundi leikur liðsins eins og spilaborg og Keflavík skoraði 32 stig í öðrum leikhluta en Grindavík aðeins átta.

Það vantaði mikið upp á leikgleðina hjá Grindavíkurstelpum og þá lenti Petrúnella Skúladóttir snemma í villuvandræðum og hún náði sér aldrei á strik. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Keflvíkinga.

Grindavík-Keflavík 57-83 (18-17, 8-32, 19-20, 12-14)

Grindavík: Crystal Smith 21/5 fráköst/3 varin skot, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 12/9 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/9 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 4/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Petrúnella Skúladóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/4 fráköst, Mary Jean Lerry F. Sicat 2/4 fráköst, Eyrún Ösp Ottósdóttir 0, Hulda Sif Steingrímsdóttir 0, Alexandra Marý Hauksdóttir 0.

Staðan:

1. Keflavík 16 15 1 1258:1037 30
2. Snæfell 16 12 4 1194:1037 24
3. Valur 16 9 7 1125:1052 18
4. KR 16 9 7 1060:1066 18
5. Haukar 16 8 8 1107:1111 16
6. Grindavík 16 5 11 1079:1174 10
7. Njarðvík 16 4 12 1059:1236 8
8. Fjölnir 16 2 14 1096:1265 4