Milan Stefán formlega ráðinn þjálfari Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur formlega ráðið Milan Stefán Jankovic sem þjálfara Grindavíkurliðsins sem leikur í 1. deild í sumar eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni. Honum til aðstoðar verður Pálmi Ingólfsson. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá félaginu í morgun. Báðir sömdu til fjögurra ára.

Milan Stefán Jankovic er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu. Hann hefur þjálfað 2. flokk undanfarin tvö ár, var leikmaður á sínum tíma og þetta er svo í þriðja sinn sem hann stýrir meistaraflokki félagsins, síðast stýrði hann liðinu 2008 og 2009.

Milan Stefán hefur stýrt æfingum liðsins á undanförnum vikum en hann tekur við af Guðjóni Þórðarsyni.

Mynd: Pálmi Ingólfsson aðstoðarþjálfari, Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar og Milan Stefán Jankovic þjálfari.