Bogi Rafn í HK

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

HK hefur fengið varnarmanninn Boga Rafn Einarsson til liðs við sig frá Grindavík. Bogi Rafn, sem er 24 ára, hefur leikið allan sinn feril með Grindavík, að undanskildum hluta úr tímabilinu 2010 þegar hann lék með Njarðvík í 1. deild.

Hann á að baki 43 úrvalsdeildarleiki með Grindvíkingum og hefur skorað eitt mark en hann missti alveg af síðasta tímabili vegna meiðsla. Þá hefur Bogi leikið 7 leiki með U19 og U17 ára landsliðum Íslands.

,,Ég er í skýjunum með að við skulum hafa náð sterkum leikmanni eins og Boga til okkar. Þar með fáum við leikmann með reynslu af því að spila í úrvalsdeildinni og með yngri landsliðunum og hann kemur til með að styrkja lið okkar mjög mikið,” sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari meistaraflokks við HK-vefinn.