Grindavíkurstelpur úr leik

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur eru úr leik í bikarnum eftir átta siga tap gegn Val í Röstinni í kvöld, 78-70. Leikurinn var jafn og spennandi og liðin skiptust á að vera í forystu framan af. 

Valur komst þó yfir um miðjan þriðja leikhluta en Grindavík var þó aldrei langt undan.

Munurinn var bara eitt stig þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Valur var sterkari á lokasprettinum.

Jaleesa Butler skoraði 35 stig fyrir Val auk þess að taka þrettán fráköst. Ragna Margrét Brynjarsdóttir átti einnig góðan leik en hún var með þrettán stig.

Crystal Smith skoraði 24 stig fyrir Grindavík og Berglind Anna Magnúsdóttir fjórtán.

Snæfell, Keflavík og Hamar voru einnig búin að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Grindavík-Valur 70-78 (21-26, 19-14, 13-23, 17-15)

Grindavík: Crystal Smith 24/4 fráköst/7 stoðsendingar/7 stolnir, Berglind Anna Magnúsdóttir 14/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 12/7 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Helga Rut Hallgrímsdóttir 3/9 fráköst.