Helgi Jónas styrkir fótboltaliðin

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Nú er undirbúningsþjálfun hjá knattspyrnumönnum komin á fullt skrið. Meistaraflokkur karla og kvenna í Grindavík ásamt 2. flokki karla í Grindavík eru byrjuð í þreki í Metabolic afreksþrekþjálfun undir leiðsögn Helga Jónasar Guðfinnssonar og Einars Inga Kristjánssonar.

 

Áherslan í þjálfuninni beinist fyrst og fremst í að auka styrk, snerpu, stökkkraft og jafnvægi en rík áhersla er lögð á að auka hreyfanleika og lágmarka meiðslahættu.