ÍSLANDSMEISTARAR!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík varð Íslandsmeistari í þriðja sinn með því að leggja Stjörnuna að velli í Röstinni 79-74 í oddaleik liðanna í úrslitum úrvalsdeildar karla. Þar með tókst Grindavík að verja titilinn eftirsótta og tryggja sér hann á heimavelli í fyrsta skipti. Þá varð Sverrir Þór í kvöld fyrstur þjálfara til þess að gera öll þrjú Suðurnesjaliðin að Íslandsmeisturum í meistaraflokki, fyrst …

Þingmennirnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík eignaðist þrjá nýja þingmenn um helgina. Þeirra fyrsta verkefni var að sjálfsögðu að mæta á úrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í gærkvöldi og hvetja sína menn til dáða. Þeir tóku svo þátt í fagnaðarlátunum þegar Grindavík tryggði sér Íslandsmeistaratitillinn. Á myndinni eru Vilhjálmur Árnason, Páll Valur Björnsson og Páll Jóhann Pálsson.

Íslandsmeistaramyndband Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hér getur að líta myndband heimasíðunnar frá leik Grindavíkur og Stjörnunnar í gærkvöldi sem aldrei mun líða Grindvíkingum úr minni, sérstaklega þegar fagnaðarlætin brutust út um leið og leiktíminn rann út. Sú stund var öllum ógleymanleg sem voru í Röstinni enda er það sýnt oftar en einu sinni í myndbandinu. Myndband – Grindavík Íslandsmeistari 2013

Örfáir miðar eftir – Skilaboð til þeirra sem ætla í Röstina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú er stóri dagurinn runninn upp. Tekst  Grindavík að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð, í þriðja sinn í sögu félagsins og í fyrsta sinn á heimavelli? Úrslitaleikur Grindavíkur og Stjörnunnar hefst kl. 19:15. Forsala aðgöngumiða gengur vel og eru fáir miðar eftir. Þeir miðar sem eftir eru verða seldir í Salthúsinu í dag, sunnudag, frá og með kl. 14:00. …

11. flokkur Íslandsmeistari

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar eru Íslandsmeistarar í 11. flokki karla í körfubolta eftir 63-68 sigur á KR í DHL Höllinni í dag. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Ákefð Grindvíkinga var einfaldlega meiri í fjórða leikhluta og að endingu var Jón Axel Guðmundsson valinn besti maður leiksins en hann gerði 28 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í …

Forsala aðgöngumiða er hafin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Forsala aðgöngumiða á úrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar er hafinn heima hjá Ásu og Óskari Jens. Mikil ásókn er í miða og því um að gera að tryggja sér miðana í dag.  Athugið að kaupa þarf miða fyrir 15 ára og yngri en þeir kosta 500 kr.

ODDALEIKUR!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna í Garðabæ með 88 stigum gegn 82 og jafnaði þar með einvígið 2-2. Úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla ráðast því í oddaleik í Grindavík á sunnudagskvöldið. Íslandsbikarinn blasti við í íþróttahúsinu í Garðabæ enda gátu heimamenn tryggt sér titilinn með sigri. En varnarleikur Grindvíkinga í þessum leik var til fyrirmyndar, okkar …

Kemur ekki til greina að færa leikinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Strax eftir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld fóru menn að velta því fyrir sér hvernig Grindvíkingar ætli sér að koma öllum þeim áhorfendum fyrir sem vilja komast á oddaleikinn á sunnudag. Íþróttahúsið í Grindavík, Röstin, er lítið og aðeins ein stúka. Ekki er hægt að koma að fólki fyrir aftan körfurnar og í raun ekki hægt að gera neitt …

Nú er að duga eða drepast!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fjórði leikur Stjörnunnar og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla fer fram í Ásgarði í kvöld kl. 19:15. Grindavík er með bakið upp við vegg því fari Stjarnan með sigur af hólmi er Íslandsmeistaratitillinn þeirra. Vinni Grindavík verður oddaleikur í Grindavík á sunnudaginn. Úrslitakeppnin hófst árið 1984 og alls hefur úrslitaeinvígi átta sinnum endað 3-1 og verður það í níunda …

Opinn fundur um sjávarútvegs- og atvinnumál

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Samfylkingin í Grindavík stendur fyrir opnum fundi um sjávarútvegs- og atvinnumál á morgun, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 20.00 að Víkurbraut 25.  Framsögumenn verða Björgvin G. Sigurðsson og Ólafur Þór Ólafsson frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fjölmennum og tökum þátt í skapandi umræðum um þessi lykilmál samfélagsins. Allir velkomnir Stjórnin