ODDALEIKUR!

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna í Garðabæ með 88 stigum gegn 82 og jafnaði þar með einvígið 2-2. Úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla ráðast því í oddaleik í Grindavík á sunnudagskvöldið.

Íslandsbikarinn blasti við í íþróttahúsinu í Garðabæ enda gátu heimamenn tryggt sér titilinn með sigri. En varnarleikur Grindvíkinga í þessum leik var til fyrirmyndar, okkar menn börðust um hvern einasta bolta um allan völl og framlagið frá bekknum var mjög gott. Grindvíkingar tóku leikinn í sínar hendur strax í byrjun og þótt Stjörnunni hafi tekist að klóra í bakkann undir lokin lá það í loftinu strax frá byrjun á Grindavík myndi vinna. Sannarlega glæsileg frammistaða, eins og meisturum sæmir. Að mæta á útivöll þar sem Stjarnan hefur ekki tapað leik í vetur og klára verkefnið með stæl!

Stjarnan-Grindavík 82-88 (19-24, 18-27, 20-18, 25-19)
Grindavík: Aaron Broussard 37/12 fráköst, Samuel Zeglinski 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 13/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/9 fráköst, Davíð Ingi Bustion 6/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 2, Daníel G. Guðmundsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ryan Pettinella 0.