11. flokkur Íslandsmeistari

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingar eru Íslandsmeistarar í 11. flokki karla í körfubolta eftir 63-68 sigur á KR í DHL Höllinni í dag. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Ákefð Grindvíkinga var einfaldlega meiri í fjórða leikhluta og að endingu var Jón Axel Guðmundsson valinn besti maður leiksins en hann gerði 28 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Grindavíkur.  

Þjálfari liðsins er Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður meistaraflokks sem getur fagnað tvöföldum Íslandsmeistaratitli í dag.

Nánar má lesa um úrslitaleikinn hér á karfan.is