Nú er að duga eða drepast!

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Fjórði leikur Stjörnunnar og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla fer fram í Ásgarði í kvöld kl. 19:15. Grindavík er með bakið upp við vegg því fari Stjarnan með sigur af hólmi er Íslandsmeistaratitillinn þeirra. Vinni Grindavík verður oddaleikur í Grindavík á sunnudaginn.

Úrslitakeppnin hófst árið 1984 og alls hefur úrslitaeinvígi átta sinnum endað 3-1 og verður það í níunda sinn sem það gerist ef Stjarnan vinnur í kvöld. Ef Grindavík jafnar og kemur til oddaleiks í Röstinni þá verður það í tíunda sinn í sögu úrslitakeppninnar sem oddaleik þarf til að útkjlá hver verður Íslandsmeistari.