Grindavík tekur á móti Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Selfossi í heimsókn í kvöld í 1. deild karla í knattspyrnu. Grindavík trónir á toppnum með 18 stig en Selfoss er í 7. sæti með 8 stig. Selfoss hefur gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum sínum en Grindavík hefur unnið sex leiki í röð og stefnir hraðbyri í átt að því að endurheimta sæti sitt í …

Grindavík lá gegn Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Selfossi 3-1 í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Engu að síður er Grindavík áfram í efsta sæti deildarinnar. Grindavík varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Juraj Grizelj tognaði aftan í læri og þurfti að fara af velli. Grindvíkingar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og lentu undir á 36. mínútu. Þrátt fyrir …

Nágrannaslagur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Keflavík í 1. deild kvenna í nágrannaslag af bestu gerð kl. 19:15. Leiknum var frestað fyrr í þessum mánuði vegna veðurs en það verður að segjast eins og er að ekki virðrar betur til knattspyrnuiðkunar að þessu sinni en reyndar spáir batnandi veðri þegar líður á daginn eða um 8 metrum á sekúndu. Grindvíkingar eru hvattir …

Ingibjörg snýr aftur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurkonur halda áfram að bæta við sig sleggjum því nú er Ingibjörg Jakobsdóttir á leið í heimahagana á nýjan leik. Ingibjörg sem síðustu ár hefur verið á mála hjá Keflavík sem og í Danmörku er því annar liðsmaður Keflavíkur til þess að skipta yfir í gult en Pálína María Gunnlaugsdóttir samdi við Grindvíkinga á dögunum. Ingibjörg lék upp yngri flokkana …

Fiskur í öll mál

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Juraj Grizelj, leikmaður Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu, hefur svo sannarlega reynst happafengur fyrir þá gulklæddu í sumar. Hann hefur leikið frábærlega með liðinu í sumar og var í dag valinn í lið 7. umferðar 1. deildar karla af Fótbolta.net. Það er fjórða umferðin í röð sem Grizelj er í úrvalsliði umferðarinnar. „Ég er ánægður með þetta en …

Landsleikir á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Norðurlandamót stúlkna U17 fer fram á Íslandi dagana 1.-6. júlí. Tveir leikir fara fram á Grindavíkurvelli 1. júlí. Annars vegar Finnland og Holland kl. 12:30 og hins vegar stórleikur Íslands og Þýskalands kl. 16:00. Lokahópur Íslands hefur ekki verið valinn en að öllum líkindum verður Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir í landsliðshópnum.  

Jafntefli hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík gerði markalaust jafntefli við Fjölni í B-riðli 1. deildar kvenna um helgina. Þetta var hörku leikur en bæði lið spiluðu öflugan varnarleik. Það var gaman að sjá að í byrjunarliðinu voru 10 Grindavíkurstúlkur og svo markvörðurinn Alice Harkness. Kelly L. Campell lék ekki með Grindavík en hún er farin aftur til Bandaríkjanna. Grindavík er í 4. sæti deildairnnar með …

Grindavík með þriggja stiga forskot

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hefur þriggja stiga forskot í 1. deild karla í knattspyrnu eftir sigur á Leikni 3-2 um helgina.   Matthías Örn Friðriksson kom Grindavík yfir með glæsilegu skallamarki á 7. mínútu. Juraj Grzelj, maður leiksins, bætti við öðru marki fyrir Grindavík á 70. mínútu en þessi öflugi kantmaður hefur heldur betur slegið í gegn. Alex Freyr Hilmarsson kom inn á …

Toppslagur í 1. deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður toppslagur á Grindavíkurvelli á laugardag í 1. deild karla þegar Grindavík tekur á móti Leikni kl. 14:00. Grindavík trónir á toppnum með 15 stig en Leiknir er í 4. sæti með 12 stig og getur því jafnað Grindavík að stigum með sigri.

Nýr samningur Grindavíkurbæjar og UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurbær og UMFG hafa skrifað undir nýja samning um eflingu íþróttastarfs barna og ungmenna. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Gunnlaugur Hreinsson formaður UMFG skrifuðu undir samninginn sem gildir til þriggja ára.  Bæjarráð samþykkti að gerður verið viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð kr. 2.500.000 sem kemur til lækkunar á handbæru fé.   Þá hefur bæjarráð falið frístunda- og menningarnefnd að …