Grindavík tekur á móti Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Selfossi í heimsókn í kvöld í 1. deild karla í knattspyrnu. Grindavík trónir á toppnum með 18 stig en Selfoss er í 7. sæti með 8 stig.

Selfoss hefur gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum sínum en Grindavík hefur unnið sex leiki í röð og stefnir hraðbyri í átt að því að endurheimta sæti sitt í Pepsideild.