Grindavík lá gegn Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Selfossi 3-1 í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Engu að síður er Grindavík áfram í efsta sæti deildarinnar.

Grindavík varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Juraj Grizelj tognaði aftan í læri og þurfti að fara af velli.
Grindvíkingar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og lentu undir á 36. mínútu. Þrátt fyrir ágætis færi tókst Grindavík ekki að jafna metin og Selfoss komst í 2-0 þegar 20 mínútur voru eftir. Stefán Þór Pálsson minnkaði muninn fyrir Grindavík og hann fékk svo gullið tækifæri til að jafna en markvörður Selfyssinga fór á kostum í markinu. Í blálokin bætti Selfoss svo við þriðja markinu.

Staðan:
1. Grindavík 8 6 0 2 23:11 18
2. Haukar 8 4 3 1 13:9 15
3. BÍ/Bolungarv 7 5 0 2 14:14 15
4. Leiknir R. 8 3 4 1 12:8 13
5. Víkingur R. 7 3 3 1 14:10 12
6. Selfoss 8 3 2 3 13:12 11
7. Fjölnir 8 3 2 3 10:13 11
8. KA 8 2 2 4 9:14 8
9. KF 7 1 4 2 10:9 7
10. Tindastóll 8 1 4 3 8:12 7
11. Þróttur 8 1 2 5 8:13 5
12. Völsungur 7 0 2 5 5:14 2