Jafntefli hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík gerði markalaust jafntefli við Fjölni í B-riðli 1. deildar kvenna um helgina. Þetta var hörku leikur en bæði lið spiluðu öflugan varnarleik.

Það var gaman að sjá að í byrjunarliðinu voru 10 Grindavíkurstúlkur og svo markvörðurinn Alice Harkness. Kelly L. Campell lék ekki með Grindavík en hún er farin aftur til Bandaríkjanna.

Grindavík er í 4. sæti deildairnnar með 8 stig.