Landsleikir á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Norðurlandamót stúlkna U17 fer fram á Íslandi dagana 1.-6. júlí. Tveir leikir fara fram á Grindavíkurvelli 1. júlí. Annars vegar Finnland og Holland kl. 12:30 og hins vegar stórleikur Íslands og Þýskalands kl. 16:00. Lokahópur Íslands hefur ekki verið valinn en að öllum líkindum verður Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir í landsliðshópnum.