Nágrannaslagur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Keflavík í 1. deild kvenna í nágrannaslag af bestu gerð kl. 19:15. Leiknum var frestað fyrr í þessum mánuði vegna veðurs en það verður að segjast eins og er að ekki virðrar betur til knattspyrnuiðkunar að þessu sinni en reyndar spáir batnandi veðri þegar líður á daginn eða um 8 metrum á sekúndu.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta á Grindavíkurvöll og hvetja stelpurnar til dáða sem eru í toppbaráttunni í B-riðli 1. deildar en með sigri kemst liðið upp í 2. sæti í deildinni.