Úrvalsdeild karla í körfubolta hefst í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur taka á móti KR í Röstinni kl. 19:15. Sverrir Þór Sverrisson tók við sjálfum Íslandsmeisturum Grindavíkur í fyrrasumar. Hann hafði gert kvennalið Njarðvíkur að tvöföldum Íslandsmeisturum þá um vorið en hann stökk beint út í djúpu laugina í karlakörfuboltanum með því að taka við besta liði landsins. En Sverrir lifir …
Ég mun leggja hart að mér
Sem kunnugt er voru gerðar breytingar á reglugerð um bandaríska leikmenn í úrvalsdeild karla og er aðeins leyfilegt að hafa einn slíkan í hverju liði. Grindavík samdi við Kendall Timmons úr Tulane háskólanum þaðan sem hann útskrifaðist í vor og er því að hefja atvinnumannaferil sinn. Timmons mun því fylla skarð Chris Stephenson sem félagið lét fara á dögunum. Kendall …
Ég ætla að standa mig vel
Kvennalið Grindavíkur samdi við framherjann Lauren Oosdyke fyrir þessa leiktíð en hún spilaði stórt hlutverk hjá University of Northern Colorado í bandaríska háskólaboltanum. Oosdyke segist hafa verið í fimm ár skólanum og notið þess að vera þar. Hún reyndar fótbrotnaði illa fyrsta árið en hún náði sér vel á strik eftir það og var einn af lykilleikmönnum liðsins. Hún þreytir …
Hilmar valinn í lokahóp U-15
Freyr Sverrisson, þjálfari U15 landsliðs karla í knattspyrnu hefur valið landsliðshóp sem mun taka fyrir Íslands hönd í undankeppni Ólympíumóts æskunnar í Sviss 17.-22. október næstkomandi. Grindavík á einn fulltrúa í þessum hóp en það Hilmar Andrew McShane. Hilmar leikur með 4.flokk þar sem hann skoraði 29 mörk B riðli Íslandsmótsins í 9 leikjum auk þess að spila tvo leiki …
Árskortasala körfuknattleiks- deildarinnar
Fyrsti leikur í Dominosdeild kvenna er í kvöld kl 19:15, að sjálfsögðu fjölmennum við Grindvíkingar á þennan leik og hvetjum stelpurnar okkar. Árskortin okkar fyrir leiki karla- og kvennaliða Grindavíkur verða til sölu fyrir leikinn. Nokkrar nýjungar eru varðandi árskortasöluna: Þessi kort eru í boði: Venjulegt árskort10.000 kr. (öryrkjar og ellilífeyrisþegar 7000 kr.)*Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna í …
Þetta er algjörlega nýtt lið
Úrvalsdeild kvenna í körfubolta hefst á morgun þegar Grindavík tekur á móti Snæfelli í Röstinni kl. 19:15. Óhætt er að segja að gríðarlegur metnaður sé í kringum kvennalið Grindavíkur enda öflugt kvennaráð sem heldur þar um stjórnartaumana, ráðið skipa metnaðarfullar konur sem láta verkin tala. Þær byrjuðu á því að ráða sigursælasta þjálfarann í kvennakörfuboltanum undanfarin ár, Jón Halldór Eðvaldsson. …
Körlunum spáð 5. sæti en stelpunum 3. sæti
Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og forráðamenna liðanna í úrvalsdeildum karla og kvenna er Grindavíkurliðunum ekki spáð toppbaráttu eins og kannski Grindvíkingar vonast eftir. Körlunum er spáð 5. sæti en stelunum 3. sæti. Spáin er svona: Úrvalsdeild karla:Spá liðanna:1. KR2. Keflavík3. Njarðvík4. Snæfell5. Grindavík6. Stjarnan7. Þór Þorlákshöfn8. Haukar9. Skallagrímur10. ÍR11. KFÍ12. Valur Úrvalsdeild kvenna:Spá liðanna:1. Valur2. Haukar3. Grindavík4. Snæfell5. Keflavík6. KR7. …
Æfingar byrja að nýju í fótboltanum í dag
Í dag mánudaginn 7. október hefjast æfingar að nýju eftir smá hlé hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar UMFG. Æfingatöfluna má nálgast hér.
Ungu strákarnir stálu senunni
Grindavík tryggði sér nafnbótina Meistarar meistaranna í körfubolta karla þriðja árið í röð eftir góðan sigur á Stjörnunni 105-96 í Röstinni. Mesta athygli vakti frammistaða tveggja ungra leikmanna í Grindavíkurliðinu, þeirra Jóns Axels Guðmundssonar og Hilmis Kristjánssonar. Grindavík byrjaði betur en staðan í hálfleik var 46-40. Grindavík í vil. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti stórleik fyrir Grindavík og skoraði 28 stig …
Daníel Leó og Stefán Þór valdir í lokahóp U19
Daníel Leó Grétarsson og Stefán Þór Pálsson leikmenn Grindavíkur hafa verið valdir í U19 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í Belgíu 8.-16. október næstkomandi. Hópinn má sjá hér.