Hilmar valinn í lokahóp U-15

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Freyr Sverrisson, þjálfari U15 landsliðs karla í knattspyrnu hefur valið landsliðshóp sem mun taka fyrir Íslands hönd í undankeppni Ólympíumóts æskunnar í Sviss 17.-22. október næstkomandi. Grindavík á einn fulltrúa í þessum hóp en það Hilmar Andrew McShane. 

Hilmar leikur með 4.flokk þar sem hann skoraði 29 mörk B riðli Íslandsmótsins í 9 leikjum auk þess að spila tvo leiki með 2.flokk.

Mynd: Hilmar æfði með Rangers í Skotlandi fyrr í haust.