Ungu strákarnir stálu senunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tryggði sér nafnbótina Meistarar meistaranna í körfubolta karla þriðja árið í röð eftir góðan sigur á Stjörnunni 105-96 í Röstinni. Mesta athygli vakti frammistaða tveggja ungra leikmanna í Grindavíkurliðinu, þeirra Jóns Axels Guðmundssonar og Hilmis Kristjánssonar.

Grindavík byrjaði betur en staðan í hálfleik var 46-40. Grindavík í vil. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti stórleik fyrir Grindavík og skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst. Eftir þriðja leikhluta hafði Grindavík aðeins 2ja stiga forskot, 72-70. En þá var röðin komin að Hilmi sem er á sextánda ári. Hann setti niður 12 stig í fjórða leikhluta og lagði grunninn að sigri Grindavíkur. Þá lék Jón Axel gríðarlega vel. Grindvíkingar skörtuðu nýjum erlendum leikmanni, Kendall Timmons. Hann lék í 13 mínútur og skoraði aðeins 3 stig en of snemmt er að dæma hann af þessum leik.

Grindavík-Stjarnan 105-96 (23-17, 23-23, 26-30, 33-26)

Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 28/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 19/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 17, Þorleifur Ólafsson 14/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/5 fráköst, Kendall Leon Timmons 3/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 1.

Mynd (karfan.is): Þorleifur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur hampar bikarnum.