Árskortasala körfuknattleiks- deildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fyrsti leikur í Dominosdeild kvenna er í kvöld kl 19:15, að sjálfsögðu fjölmennum við Grindvíkingar á þennan leik og hvetjum stelpurnar okkar. Árskortin okkar fyrir leiki karla- og kvennaliða Grindavíkur verða til sölu fyrir leikinn. Nokkrar nýjungar eru varðandi árskortasöluna: 

Þessi kort eru í boði: 

Venjulegt árskort
10.000 kr. (öryrkjar og ellilífeyrisþegar 7000 kr.)
*Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna í Dominos deildinni (ekki á bikar og úrslitakeppni)
———————————————————————————————————-
Unglingakort (7.-10. bekkur)
2500 kr.
*Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna í Dominos deildinni (ekki á bikar og Úrslitakeppni)
———————————————————————————————————-
Stuðningskort
5000 kr. á mánuði í 8 mánuði
Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna fyrir utan bikarleiki (gildir líka á úrslitakeppni)
* Frítt á lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar.
* Við bjóðum tvisvar í mat fyrir sérvalinn heimaleik, tvo hjá karlaliði og tvo hjá kvennaliði – léttar veitingar með – þjálfarar kíkja við.
* 30min slökunarnudd hjá Mariu Karimanovic (María hans Strecko)
* Eitt gott partý með leikmönnum karla og kvenna liða ásamt stjórnarfólki – svona til þess að þjappa fólki enn betur saman.