Grindvíkingurinn Hilmar Andew McShane var aftur á skotskónum fyrir U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem sigraði Moldavíu í dag 4-1. Landsliðið gerði sér lítið fyrir og tryggði sér þar með þátttökurétt á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári. Ísland sigraði Finna á laugardaginn. Mynd: Hilmar til vinstri að teygja eftir æfingu með liðinu. …
Milan Stefán heldur með Íslandi
„Auðvitað fer ég á völlinn, ég ætla að halda með Íslandi,” segir Milan Stefán Jankovic, þjálfari knattspyrnuliðs Grindavíkur, sem er virkilega ánægður með mótherja íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Milan sem er fæddur í Sagreb í Króatíu hefur verið búsettur á Íslandi síðustu 22 árin. Hann er staddur í Króatíu í fríi og segir alla þar vera að tala um …
Samningi sagt upp við Kendall
Kanavandræði Grindvíkinga halda áfram en í gær var Kendall Timmons sagt upp störfum. Kendall stóðst ekki væntingar Grindvíkinga og því var samningnum sagt upp. Þar með hefur Grindavík sagt tveimur bandarískum leikmönnum upp störfum. Leit stendur yfir að nýjum bandarískum leikmanni.
Glæsilegur sigur á Val
Grindavík sigraði sterkt lið Vals með 79 stigum gegn 66 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavíkurliðið lék frábærlega á köflum og gefur frammistaðan góð fyrirheit fyrir veturinn. Grindavík hafði fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og 12 stiga forskot í hálfleik, 45-33. Spenna hljóp í leikinn eftir þriðja leikhluta en Grindavík átti glæsilegan lokasprett og trggði sér 13 …
Sigur í tví framlengdum leik
Grindavík vann magnaðan sigur, 104-102, á nýliðum Hauka í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi en framlengja þurfti leikinn í tvígang. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 87-87 og því þurfi að framlengja en Grindvíkingar rétt náðu að jafna metin undir lok leiktímans. Eftir fyrri framlenginguna var staðan aftur jöfn 91-91 en Íslandsmeistararnir voru sterkari í annarri framlengingu og unnu …
Hilmar skoraði fyrir U15
U-15 ára landslið Íslands vann í dag flottan sigur, 2-0, á Finnum í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en leikurinn fór fram í Sviss og skoraði Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane senna mark liðsins. Sigurvegari leiksins leikur við annað hvort Moldóva eða Armena á mánudaginn um sæti á Ólympíuleikunum sem fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári. Helgi Guðjónsson …
Grindavík lagði Hauka
Grindavíkurstelpur unnu nokkuð öruggan sigur á Haukum, 73-62, í Grindavík í kvöld í úrvalsdeildinni í körfubolta. Staðan í hálfleik var jöfn í Grindavík en heimastúlkur gengu á lagið í þeim síðari og kláruðu leikinn með sigri. Á meðan fjórir leikmenn drógu vagninn hjá Grindavík var aðeins einn leikmaður í Haukum sem var allt í öllu. Lele Hardy var ótrúleg í …
Tap í nágrannaslag
Grindavíkurstelpur sóttu ekki gull í greipar Keflavíkur þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni í körfubolta um helgina. Keflavík vann nokkuð örugglega 84-67. Það var fyrst og fremst slakur fyrsti leikhluti sem varð Grindavík að falli en Keflavík skoraði þá 34 stig gegn 19 stigum Grindavíkur. Keflavík tókst að halda Pálínu Gunnlaugsdóttur vel niðri í leiknum en annars eiga Grindavíkurstelpur mikið inni …
Skellur í fyrsta leik
„Vörnin hjá okkur var arfaslök, við gátum ekki haldið neinu fyrir framan okkur og KR-ingarnir komust þar sem þeir vildu. Það voru helstu vandamálin í kvöld”, sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga við Vísi eftir 20 stiga tap gegn KR í úrvalsdeild karla í körfubolta 74-94. „Við tókum nokkra góða kafla sem dugðu ekki en það er ekki nóg að það …
Sigur í framlengdum leik
Grindavík sigraði Snæfell í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í æsispennandi framlengdum leik með 89 stigum gegn 85. Pálína Gunnlaugsdóttir dró vagninn fyrir Grindavík og skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hafði 15 stiga forskot í hálfleik, 49-34. En Grindavíkurstelpur missti niður forskotið og í lok venjulegs leiktíma var jafnt, 77-77, og …