Hilmar skoraði fyrir U15

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

U-15 ára landslið Íslands vann í dag flottan sigur, 2-0, á Finnum í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en leikurinn fór fram í Sviss og skoraði Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane senna mark liðsins. Sigurvegari leiksins leikur við annað hvort Moldóva eða Armena á mánudaginn um sæti á Ólympíuleikunum sem fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári.

 

Helgi Guðjónsson gerði fyrsta mark leiksins hálftíma fyrir leikslok og aðeins fimm mínútum síðar skoraði Hilmar Andrew McShane og staðan orðin 2-0.