Grindavík lagði Hauka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur unnu nokkuð öruggan sigur á Haukum, 73-62, í Grindavík í kvöld í úrvalsdeildinni í körfubolta. Staðan í hálfleik var jöfn í Grindavík en heimastúlkur gengu á lagið í þeim síðari og kláruðu leikinn með sigri.

Á meðan fjórir leikmenn drógu vagninn hjá Grindavík var aðeins einn leikmaður í Haukum sem var allt í öllu. Lele Hardy var ótrúleg í liði Hauka. Hún gerði 31 stig og tók 26 fráköst en það dugði ekki til.

Lauren Oosdyke var með 21 stig og 13 fráköst í liði Grindvíkinga. María Ben Erlingsdóttir gerði 18 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir 16.

Grindavík-Haukar 73-62 (22-17, 20-25, 9-8, 22-12)

Grindavík: Lauren Oosdyke 21/13 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 18/7 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10/9 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/9 fráköst, Alda Kristinsdóttir 0, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0.