Tap í nágrannaslag

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur sóttu ekki gull í greipar Keflavíkur þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni í körfubolta um helgina. Keflavík vann nokkuð örugglega 84-67.

Það var fyrst og fremst slakur fyrsti leikhluti sem varð Grindavík að falli en Keflavík skoraði þá 34 stig gegn 19 stigum Grindavíkur. Keflavík tókst að halda Pálínu Gunnlaugsdóttur vel niðri í leiknum en annars eiga Grindavíkurstelpur mikið inni miðað við þennan leik.

Grindavík hefur þar með unnið einn leik en tapað einum.

Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8)

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar.
Mynd: Vf.is