Sigur í framlengdum leik

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sigraði Snæfell í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í æsispennandi framlengdum leik með 89 stigum gegn 85. Pálína Gunnlaugsdóttir dró vagninn fyrir Grindavík og skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst.

Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hafði 15 stiga forskot í hálfleik, 49-34. En Grindavíkurstelpur missti niður forskotið og í lok venjulegs leiktíma var jafnt, 77-77, og því þurfti að grípa til framlengingar.
Í framlengingunni lentu gestirnir í villuvandræðum og Grindavík kláraði andstæðinga sína á vítalínunni í lokin og tryggði sér sigurinn í skemmtilegum leik sem lofar góðu fyrir veturinn.

Grindavík-Snæfell 89-85 (23-22, 26-12, 14-25, 14-18, 12-8)

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 27/13 fráköst/7 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 21/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19/7 fráköst/9 stoðsendingar, Lauren Oosdyke 13/17 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5, Mary Jean Lerry F. Sicat 4/5 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0.

Mynd / Karfan.is: Pálina stjórnaði leik Grindavíkurliðsins gegn Snæfelli eins og hershöfðingi.