Sigur í tví framlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann magnaðan sigur, 104-102, á nýliðum Hauka í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi en framlengja þurfti leikinn í tvígang. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 87-87 og því þurfi að framlengja en Grindvíkingar rétt náðu að jafna metin undir lok leiktímans.

 

Eftir fyrri framlenginguna var staðan aftur jöfn 91-91 en Íslandsmeistararnir voru sterkari í annarri framlengingu og unnu að lokum sigur 104-102. Leikurinn var frábær skemmtun en afar tilfinningaríka og skemmtilega lýsingu á leiknum má lesa hér .

Þorleifur Ólafsson skoraði 27 stig fyrir Grindavíkinga í kvöld og Sigurður Þorsteinsson 23.