Hilmar aftur á skotskónum og Ísland á ÓL

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingurinn Hilmar Andew McShane var aftur á skotskónum fyrir U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem sigraði Moldavíu í dag 4-1. Landsliðið gerði sér lítið fyrir og tryggði sér þar með þátttökurétt á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári. Ísland sigraði Finna á laugardaginn. 

Mynd: Hilmar til vinstri að teygja eftir æfingu með liðinu.

Grindvíkingarnir Ingvar Guðjónsson og Gunnlaugur Hreinsson eru með U15 ára landsliðinu. Ingvar er fararstjóri og Gunnlaugur liðsstjóri.