Grindavík varð fyrsta liðið í vetur til þess að leggja topplið KR að velli í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 105-98 Grindavík í vil en leikurinn fór fram í íþróttahúsi KR. Það var fyrst og fremst frábær lokakafli sem landaði sigrinum. Leikurinn var ansi sveiflukenndur en sóknarleikur Grindvíkinga góður og leikmennirnir sjóðheitir í skotunum. Earnest Lewis Clinch Jr átti …
Benóný skrifaði undir fjögurra ára samning
Hinn efnilegi markvörður Benóný Þórhallsson hefur samið við knattspyrnudeild Grindavíkur til næstu fjögurra ára eða út árið 2017. Benóný sem er tvítugur er uppalinn Grindvíkingur og spila 2 leiki í 1. deildinni í fyrrasumar og 6 leiki í Lengjubikarnum. Meðfylgjandi er mynd frá undirritun samningins í gær, á myndinni með Benóný er Rúnar Sigurjónsson varaformaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Enn syrtir í álinn
Grindavík tapaði fyrir Keflavík með 14 stiga mun, 67-81, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Afleitur annar leikhluti varð Grindvíkurstelpum að falli en þær skoruðu aðeins 8 stig og fengu 23 á sig. Pálína Gunnlaugsdóttir var enn fjarri góðu gamni hjá Grindavík sem er nú í kjallara deildarinnar. Grindavík-Keflavík 67-81 (20-18, 8-23, 20-15, 19-25) Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 19/7 …
Grindavík sækir KR heim – Bjóða upp á Grindavíkurhamborgara
Keppni í úrvalsdeild karla í körfubolta hefst að nýju eftir jólafrí. Grindavík bíður erfitt verkefni en okkar menn sækja topplið KR heim en Vesturbæingar hafa unnið alla 11 leiki sína í deildinni. Grindavík hefur unnið 7 en tapað 4. Þetta verður fyrsti leikurinn hjá Kjartani Helga Steinþórssyni með Grindavík en hann sneri heim skömmu fyrir jól þar sem hann kom …
Daði ráðinn markmannsþjálfari
Daði Lárusson hefur verið ráðinn sem markmannsþjálfari knattspyrnudeildar Grindavíkur. Daði mun hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun meistaraflokks, 2. og 3. flokks. Meðfylgjandi er mynd af Daða ásamt Jónasi Karli Þórhallssyni formanni Knattspyrnudeildar Grindavíkur við undirritun samningssins. Daði var lengst af markvörður með FH og varð margfaldur Íslandsmeistari með liðinu.
Björn Steinar í Stjörnuna
Körfuknattleiksmaðurinn Björn Steinar Brynjólfsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá Grindavík eins og mbl.is sagði frá í gærkvöld. Af þeim sökum hefur körfuknattleiksdeild Grindavíkur sent frá sér yfirlýsingu um félagaskiptin. „Körfuknattleiksdeild Grindavíkur, skrifaði í dag undir félagsskipti fyrir Björn Steinar Brynjólfsson en hann í gengur í raðir Stjörnunnar. Þar sem Björn Steinar er borinn og barnfæddur Grindvíkingur og hefur leikið …
Stórleikur nýja Kanans dugði skammt
Þrátt fyrir stórleik nýja bandaríska leikmannsins í kvennaliði Grindavíkur, Blanca Lutley, dugði það skammt gegn Snæfelli þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í dag í Stykkishólmi. Grindavík, sem lék enn án Pálínu Gunnlaugsdóttur, lék engu að síður nokkuð vel í leiknum í sókninni en varnarleikurinn varð liðinu að falli. Lokatölur urðu 97-83, Snæfelli í vil. Blanca Lutley skoraði 29 stig …
Körfuboltaparið Jóhann Árni og Petrúnella íþróttafólk ársins 2013
Körfuboltaparið Jóhann Árni Ólafsson og Petrúnella Skúladóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2013 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Jóhann Árni var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Grindavíkur á síðasta keppnistímabili og Petrúnella einnig í lykilhlutverki í kvennaliði félagsins. Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur af stjórn UMFG og frístunda- …
Viðurkenning fyrir frumlegar auglýsingar
Á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins í Grindavík á gamlársdag fékk kvennalið Grindavíkur í knattspyrnu viðurkenningu fyrir frumlegar og skemmtilegar auglýsingar á heimaleikjum liðsins í sumar. Það má nefnilega ekki vanrækja að markaðssetja leiki og íþróttaviðburði hér í bænum. Stelpurnar í Grindavíkurliðinu eru frumlegar og skemmtilegar og hönnuðu sínar eigin auglýsingar þar sem skemmtanagildið var haft að leiðarljósi. Þetta sló …
Efnilegt íþróttafólk fékk hvatningarverðlaun
Á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins á gamlársdag voru veitt svokölluð Hvatningarverðlaun til efnilegs íþróttafólks í Grindavík. Það eru deildir UMFG og Golflkúbbur Grindavíkur sem sjá um að tilnefna. Eftirtaldir fengu Hvatningarverðlaunin 2013: Kristján Ari Heimisson, sunddeild UMFG Kristján hefur stundað íþróttina af kappi og tekið miklum framförum á árinu. Hann er til fyrirmyndar í lauginni og utan hennar …