Björn Steinar í Stjörnuna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksmaðurinn Björn Steinar Brynjólfsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá Grindavík eins og mbl.is sagði frá í gærkvöld. Af þeim sökum hefur körfuknattleiksdeild Grindavíkur sent frá sér yfirlýsingu um félagaskiptin.

„Körfuknattleiksdeild Grindavíkur, skrifaði í dag undir félagsskipti fyrir Björn Steinar Brynjólfsson en hann í gengur í raðir Stjörnunnar.

Þar sem Björn Steinar er borinn og barnfæddur Grindvíkingur og hefur leikið allan sinn feril í Grindavík, þá finnst okkur erfitt að sjá á eftir honum. Björn Steinar hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Íslandsmeistara síðastliðinna tveggja ára og átti m.a. stóran þátt í sigrinum á móti Þór Þorlákshöfn sem tryggði titilinn 2012.

Viðskilnaðurinn milli Bjössa og Kkd. Grindavíkur er á góðum nótum en vissulega var Bjössi ekki alveg sáttur við það hlutverk sem hann fékk. Við sýnum því fullan skilning og óskum honum alls hins besta á nýjum vígstöðvum.

Dyrnar að Grindavík munu ávallt standa Bjössa opnar.”