Daði ráðinn markmannsþjálfari

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Daði Lárusson hefur verið ráðinn sem markmannsþjálfari knattspyrnudeildar Grindavíkur. Daði mun hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun meistaraflokks, 2. og 3. flokks. Meðfylgjandi er mynd af Daða ásamt Jónasi Karli Þórhallssyni formanni Knattspyrnudeildar Grindavíkur við undirritun samningssins.

Daði var lengst af markvörður með FH og varð margfaldur Íslandsmeistari með liðinu.