Stórleikur nýja Kanans dugði skammt

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þrátt fyrir stórleik nýja bandaríska leikmannsins í kvennaliði Grindavíkur, Blanca Lutley, dugði það skammt gegn Snæfelli þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í dag í Stykkishólmi. Grindavík, sem lék enn án Pálínu Gunnlaugsdóttur, lék engu að síður nokkuð vel í leiknum í sókninni en varnarleikurinn varð liðinu að falli. Lokatölur urðu 97-83, Snæfelli í vil.

Blanca Lutley skoraði 29 stig fyrir Grindavík og lofar virkilega góðu. Ingibjörg Jakobsdóttir átti líka góðan leik og skoraði 19 stig og María Ben Erlingsdóttir 18.

Staðan:

1. Snæfell 15 12 3 1200:1005 24
2. Keflavík 14 10 4 1046:1004 20
3. Haukar 14 9 5 1075:994 18
4. Hamar 14 6 8 975:1005 12
5. Valur 14 6 8 997:993 12
6. KR 14 6 8 966:982 12
7. Grindavík 15 6 9 1047:1131 12
8. Njarðvík 14 2 12 909:1101 4