Dregið var úr seldum miðum í Happadrætti UMFG í gærkvöldi. Fulltrúi sýslumanns var viðstaddur til að tryggja að allt færi löglega fram. Nýtt met var sett í ár en alls seldust yfir 2500 miðar og þökkum við Grindvíkingum og öðrum velunnurum kærlega fyrir stuðninginn! Vinningsnúmer í Happadrætti UMFG 2021 1. Þyrluferð fyrir tvo með Reykjavík helicopters – Geothermal Adventure 6733 …
Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga hefst kl. 20:00
Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga verður haldið á morgun, laugardagskvöldið 20. febrúar. Kvöldið verður stútfullt af skemmtun og hafa Grindvíkingar verið hvattir til að taka kvöldið frá og hóa saman fólki í sinni þorrakúlu og hafa gaman saman. Ekki verður tekin greiðsla fyrir aðgang að streymi viðburðarins en þar sem að þorrablótið hefur verið ein af stærstu fjáröflunum boltadeilda UMFG síðustu ára vill …
Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram fimmtudaginn 25. febrúar kl. 18:00 í Gula húsinu við Austurveg. Vegna 20 manna samkomutakmarkanna þarf að skrá sig til fundarins og er það gert í skráningarforminu hér að neðan eða með tölvupósti á umfg@centrum.is Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1) Fundarsetning 2) Kosinn fundarstjóri – Kosinn fundarritari 3) Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram. 4) Formaður félagsins …
Kanadískur framherji til liðs við Grindavík
Grindavík hefur samið við kanadíska framherjann Christabel Oduro sem mun leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Christabel er 28 ára gömul og á að baki 5 landsleiki með Kanada. Christabel er væntanleg til Íslands á næstu vikum og verður vonandi góður liðsstyrkur fyrir ungt lið Grindavíkur sem vann sig upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili eftir að hafa …
Ólafur kemur á láni til Grindavíkur
Varnarmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur gengið til liðs við Grindavík og mun leika með félaginu í sumar í Lengjudeild karla í fótbolta. Ólafur er 19 ára gamall og kemur á láni út tímabilið frá uppeldisfélagi sínu Breiðablik. Ólafi er ætlað stórt hlutverk hjá Grindavík í sumar í stöðu vinstri bakvarðar hjá félaginu. Þessi ungi en stæðilegi varnarmaður á að baki 8 …
Happadrætti Þorrablóts UMFG 2021
Í tilefni af Þorrablóti UMFG sem fram fer þann 20. febrúar 2021 munu körfuknattleiks- og knattspyrnudeild Grindavíkur standa fyrir Happadrætti til stuðnings íþróttastarfinu hjá félaginu. Margir glæsilegir vinningar eru í boði og heildarverðmæti þeirra vel á aðra milljón króna. Miðaverð á happadrættismiðum UMFG er eftirfarandi: 1 stk – 1.500 kr.- 5 stk – 6.000 kr.- 10 stk – 10.000 kr.- …
Wise kveður Grindavík – Marshall fær leikheimild
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Eric Wise hafa komist að samkomulagi um starfslok og mun Wise því ekki leika fleiri leiki með Grindavík í vetur í Dominos-deild karla. Wise kom til Grindavíkur í ágúst og voru bundnar miklar væntingar til hans. Því miður hafa meiðsli sett strik í reikninginn og náði Wise því miður ekki að sýna þá hæfileika sem hann sannarlega …
Grindavík – KR | Í beinni á GrindavíkTV
Grindavík mætir KR í HS Orku-höllinni mánudagskvöldið 8. febrúar næstkomandi. Leikurinn hefst kl. 19:15. Grindavík freistar þess að komast aftur á sigurbraut eftir ágætt gengi í fyrstu leikjum tímabilsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV en áhorfendur verða ekki leyfðir á leiknum sökum samkomutakmarkanna. Aðgangur að útsendingunni hjá GrindavíkTV mun kosta aðeins 1480 kr.- og er til stuðnings Körfuknattleiksdeildar …
Marshall Nelson semur við Grindavík
Grindavík hefur samið við ástralska bakvörðinn Marshall Nelson sem er væntanlegur til félagsins á næstu dögum. Nelson er 27 ára gamall og er með belgískt ríkisfang. Hann lék með Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var þar með 8,4 stig að meðaltali í leik. „Marshall er hæfileikaríkur bakvörður sem bæði getur tekið upp boltann og er góður skorari. …
Þröstur Mikael til liðs við Grindavík
Dalvíkingurinn Þröstur Mikael Jónasson mun leika með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar en hann hefur gert samning við félagið til út tímabilið 2022. Þröstur er miðju- og varnarmaður að upplagi og lék með Grindavík á miðjunni í sigurleik gegn Keflavík í fótbolta.net mótinu um síðustu helgi. „Við erum mjög ánægðir með að hafa samið við Þröst sem er kraftmikill og …