Jón Eyjólfur skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Jón Eyjólfur Stefánsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2024/2025. Þetta er fyrsti samningurinn sem Jón Eyjólfur gerir en hann er fæddur árið 2006 og hefur leikið upp alla yngri flokka með Grindavík. Jón Eyjólfur leikur stöðu bakvarðar og er 187 cm á hæð. Hann hefur verið í æfingahópi Grindavíkur á síðastliðnu tímabili og hefur fengið að spreyta …

Sala á árskortum er hafin

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Það styttist í tímabilið í Subway-deildum karla og kvenna hefjist. Það er því ekki seinna vænna að kynna árskortin sem verða til sölu í vetur og er hægt að kaupa þau í miðasöluappinu Stubbi eða í vefverslun UMFG. Í vetur verður Körfuknattleiksdeild Grindavíkur með fjögur árskort í boði og eru þau eftirfarandi: Almennt Árskort: 30.000 kr.- Gildir á alla heimaleiki …

Hjörtfríður skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hjörtfríður Óðinsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning fyrir Grindavík. Hún gerir samning við Grindavík til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2024-2025. Hjörtfríður er bakvörður og er fædd árið 2007. Þrátt fyrir ungan aldur tók hún þátt í 4 leikjum með Grindavík á síðustu leiktíð. „Hjörtfríður er framtíðar leikmaður hjá Grindavík og það er mjög jákvætt að hún sé …

Helgi Hafsteinn gerir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Helgi Hafsteinn Jóhannsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út keppnistímabilið 2025. Helgi Hafsteinn er 15 ára gamall, fæddur árið 2008 og leikur stöðu miðjumanns. Helgi Hafsteinn er mjög efnilegur leikmaður og var fyrr í sumar á reynslu hjá danska félainu AaB í Álaborg. Hann kemur úr mjög sterkum 2008 árangri Grindavíkur sem varð Íslandsmeistari í 5. flokki A-liða sumarið …

Andri Karl gerir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Andri Karl Júlíusson Hammer hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur. Samningurinn gildir út tímabilið 2026. Andri Karl er fæddur árið 2008 og er á fimmtánda aldursári. Andri leikur stöðu framherja. Hann er kraftmikill og býr yfir mikilli tækni. „Það er mjög ánægjulegt að gera langtímasamning við Andra Karl. Hann kemur úr mjög sterkum 2008 árgangi hér í …

Sunddeild óskar eftir sundþjálfara til starfa

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Sunddeild UMFG leitar að barngóðum einstaklingi til að sinna starfi þjálfara hjá deildinni. Gerum kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af sundkennslu. Einnig þarf viðkomandi að standast öryggispróf/sundpróf. Um hlutastarf er að ræða í samstarfi með öðrum þjálfara deildarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skal senda á umfgsunddeild@gmail.com

Æfingatafla sunddeildar 2023-2024

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Sunddeild UMFG hefur gefið út æfingatöflu fyrir starfsárið 2023-2024. Æfingar hefjast samkvæmt töflu mánudaginn 4. september 2023 1. bekkur (F. 2017) 15:40 – 16:20 mánudaga & miðvikudaga 2. bekkur (F. 2016) 16:20 – 17:00 mánudaga & miðvikudaga 3. bekkur (F. 2015) 17:00 – 17:40 Mánudaga & miðvikudaga 4. bekkur (F.2014) Mánudagur: 18:00 – 18:40 Þriðjudagur: 18:00 – 18:40 Miðvikudagur: 18:00 …

Ragnheiður Tinna skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ragnheiður Tinna Hjaltalín hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir sá samningur út tímabilið 2026. Ragnheiður Tinna er 15 ára gömul og fædd árið 2008. Hún leikur stöðu vængmanns eða framherja og býr yfir miklum hraða. Þrátt fyrir ungan aldur er Ragnheiður Tinna hluti af meistaraflokki Grindavíkur og hefur leikið 9 leiki í deild og bikar á …

Æfingatafla körfuknattleiksdeildar UMFG 2023-2024

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gefið út æfingatöflu fyrir yngri flokka fyrir æfingaveturinn 2023-2024. Æfingar hefjast formlega frá og með 30. ágúst skv. æfingatöflu með fyrirvara um breytingar sem geta orðið. Búið er að stofna æfingar inn í Sportabler þannig að núverandi iðkendur ættu að finna sínar æfingar og viðburði í körfunni þar. Nýir iðkendur eru boðnir sérstaklega velkomnir og eru hvattir …

Eysteinn skrifar undir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Eysteinn Rúnarsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir samningur út keppnistímabilið 2026. Eysteinn er mjög efnilegur leikmaður sem er fæddur árið 2008. Hann er fjölhæfur leikmaður og var hluti af Íslandsmeistaraliði Grindavíkur í 5. flokki A-liða árið 2020. Eysteinn kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu en báðir eldri bræður hans eru nátengdir fótboltanum hér í Grindavík. Elsti bróðurinn, …