Ungmennafélag Grindavíkur fagnar 90 ára afmæli í dag en félagið var stofnað þann 3. febrúar 1935. Starf félagsins hefur tekið miklum breytingum í skugga náttúruhamfara en við látum engan bilbug á okkur finna. Stærstu deildirnar okkar eru enn á fullri ferð en það er ekki hægt að fagna þessu stórafmæli án þess að hrósa öllum þeim sjálfboðaliðum sem komið hafa …
Rífandi gangur í judo-deild UMFG
Judo-deild UMFG hefur ekki látið deigan síga þrátt fyrir breyttar aðstæður en í dag æfa um 20 börn með deildinni ásamt nokkrum fullorðnum. Deildin er í samstarfi við Judofélag Reykjanesbæjar í Bardagahöllinni upp á Iðavöllum. Starfið gengur vel og voru nokkrir krakkar úti í Skotlandi í æfingabúðum á dögunum. UMFG átti keppendur bæði á Haustmóti ÍSÍ og á Íslandsmóti yngri …
Samvera – ert þú búinn að sækja um styrk?
Stjórn Samveru, styrktarsjóðs fyrir grindvísk börn, vill komandi eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Kæru Grindvíkingar. Við viljum minna á að sjóðurinn okkar er enn virkur, þó það hafi vissulega gengið vel að koma styrkjum út. Á dögunum tók stjórn sjóðsins þá ákvörðun að útvíkka úthlutunarreglur hans og nú geta forráðamenn einnig sótt um í sjóðinn vegna tómstunda barna frá Grindavík, t.d …
Grindavíkurhjartað slær stolt í nýjum búningum
Ungir körfuboltaiðkendur úr Grindavík hafa komið sér fyrir í nýjum liðum út um allt land og það hafa orðið sannkallaðir fagnaðarfundir á fyrstu mótum haustsins þar sem gamlir vinir hafa hist á ný í nýjum búningum. Við höfum fengið nokkrar myndir sendar sem við deilum áfram hér en ef þið lumið á fleiri myndum sem þið viljið koma á framfæri …
Grindvískir yfirburðir á Íslandsmeistaramótinu í pílu
Íslandsmót félagsliða 2024 í pílu fór fram á dögunum og má með sanni segja að lið Grindavíkur hafi haft þar algjöra yfirburði en Pílufélag Grindavíkur stóð upp sem Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki endaði lið Grindavík 107 stigum á undan Pílufélagi Reykjanesbæjar en heildarstig Grindavíkur í flokknum voru ljóðræn 240 stig. Kvennaliðið vann einnig yfirburða sigur með …
Auka aðalfundur knattspyrnudeildar í kvöld
Auka aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í dag, mánudaginn 30. september. Fundurinn fer fram í Safamýri og hefst kl. 18:00. Samþykkt var á aðalfundi deildarinnar í mars að halda auka aðalfund vegna kosningu stjórnar við lok tímabils. Á dagskrá er því aðeins eitt mál, að öðrum málum undanskildum. Dagskrá fundar: 1. Stjórnarkjör. 2. Önnur mál. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.
Grindvískir Íslands- og bikarameistarar í Stjörnunni
Þrátt fyrir að starf yngri flokka hjá UMFG liggi nú niðri um stundarsakir þá eru iðkendur okkar á fullri ferð með öðrum liðum og eru að gera það gott á nýjum vígstöðvum. Á dögunum eignuðumst við til að mynda bæði Íslands- og bikarmeistara þegar þær Lára Kristín Kristinsdóttir og Natalía Nótt Gunnarsdóttir lyftu tveimur bikurum á loft með nokkurra daga …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2023 fer fram miðvikudaginn 22. maí 2024 næstkomandi í Safamýri 26, 108 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 18:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn UMFG
Auka aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 18.apríl 2024
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur boðar til auka aðalfundar hjá deildinni sem mun fara fram fimmtudaginn 18. apríl næstkomandi og verð hann haldinn í íþróttahúsinu Smáranum, veislusal á 2 hæð og hefst fundurinn kl. 20:00. Á dagskrá verður farið yfir ársreikninga ársins 2023 og önnur málefni. Aðalfundur verður svo haldinn í júní 2024 að loknu tímabilinu og verður þá kosið í stjórn og …
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG mars 2024
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram þriðjudaginn 26. Mars 2024 kl. 18:00 í nýju aðstöðu knattspyrnudeildarinnar Safamýri 26, Reykjavík. Dagskrá: 1) Fundarsetning. 2) Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar. 4) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 5) Kosning til formanns. 6) Kosning til stjórnar. …