Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2023 fer fram miðvikudaginn 22. maí 2024 næstkomandi í Safamýri 26, 108 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 18:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn UMFG
Auka aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 18.apríl 2024
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur boðar til auka aðalfundar hjá deildinni sem mun fara fram fimmtudaginn 18. apríl næstkomandi og verð hann haldinn í íþróttahúsinu Smáranum, veislusal á 2 hæð og hefst fundurinn kl. 20:00. Á dagskrá verður farið yfir ársreikninga ársins 2023 og önnur málefni. Aðalfundur verður svo haldinn í júní 2024 að loknu tímabilinu og verður þá kosið í stjórn og …
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG mars 2024
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram þriðjudaginn 26. Mars 2024 kl. 18:00 í nýju aðstöðu knattspyrnudeildarinnar Safamýri 26, Reykjavík. Dagskrá: 1) Fundarsetning. 2) Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar. 4) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 5) Kosning til formanns. 6) Kosning til stjórnar. …
Íþróttafólk Grindavíkur 2023
Körfuknattleikskonan Hulda Björk Ólafsdóttir og pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson voru um helgina útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Grindavíkur 2023. Karlalið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt íþróttalið Grindavíkur 2023 og körfuknattleiksþjálfarinn Danielle Rodriguez þjálfari Grindavíkur 2023. Fleiri verðlaunaafhendingar voru afhentar og eru þær á heimasíðu Grindavíkurbæjar https://grindavik.is/v/27022 Við fengum góðfúslegt leyfi frá Steinunni Dagný Ingvarsdóttur móður Alexanders til að setja myndina af honum hér …
íþróttafólk Grindavíkur 2023
Sunnudaginn 11. febrúar kl. 11:00 verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks úr Grindavík sem skaraði fram úr á árinu 2023 á Hilton Reykjavík Nordica. Eftirfarandi eru tilnefnd sem íþróttafólk Grindavíkur 2023. Íþróttakona Grindavíkur Árdís Guðjónsdóttir, pílukast Ása Björg Einarsdóttir, knattspyrna Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur Patricia Ladina Hobi, hestaíþróttir Þuríður Halldórsdóttir, golf Íþróttakarl Grindavíkur Alexander Veigar Þorvaldsson, pílukast Helgi Dan Steinsson, golf …
Nýr framkvæmdastjóri UMFG
Þorleifur Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur og var hann valinn úr hópi umsækjenda. Þorleifur eða Lalli eins og við köllum hann hjá UMFG er á fertugsaldri og er fæddur og uppalinn í Grindavík. Hann hefur þjálfað flesta flokka innan körfuknattleiksdeildar ásamt því að vera sjálfur leikmaður allra flokka þar frá unga aldri. Lalli er nú þegar farin að …
Gunnari Jóhannessyni afhent gullverðlaun JSÍ
þann 17.desember 2023 var haldin Uppskeruhátíð JSÍ 2023 hjá Judosambandi Íslands. Okkur er mikil ánægja að segja frá því að formaður Judo deildar UMFG var tilnefndur sem dómari ársins af JSÍ og segir í ummælum að Gunnar hefur verið mjög virkur á árinu og sýnt prýðisgóða frammistöðu í dómgæslu á NM sem haldið var í Drammen í Noregi. Stjórn JSÍ …
Grindavíkur baðhandklæði
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu eru að selja Grindavíkur baðhandklæði til styrktar fjáröflun flokksins má bjóða ykkur eintak ? endilega hafið samband við Petru Rós í síma 869-5570 eða sendið henni tölvupóst í netfangið prolafsdottir@gmail.com