Ellefta tapið í sautján leikjum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði sínum ellefta leik í sumar í Pepsideild karla þegar liðið beið lægri hlut fyrir ÍA á Akranesvelli 2-1. Grindavík er sex stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar liðið á fimm leiki eftir og ef Fram vinnur KR í kvöld, eða gerir jafntefli, gæti bilið aukist í 7 eða 9 stig. Skagamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik …

ÍA 2 – Grindavík 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík náði ekki að minnka muninn í botnbaráttuni þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag. Byrjunarlið Grindavíkur var skipað eftirfarandi leikmönnum í c.a. þessari uppstillingu: Óskar Loic  –  Ólafur Örn   –  Mikael  –  Ray Markó  –  Björn Berg Magnús              Óii Baldur Ameobi Á bekknum voru Alexander, Alex, Ægir, Matthías, Scotty, Pape og …

Helga Guðrún skoraði sex mörk

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það gerist ekki á hverjum degi að leikmaður skorar 6 mörk í einum leik. En Helga Guðrún Kristinsdóttir leikmaður 3. flokks Grindavíkur afrekaði þetta í leik gegn Tindastóli á dögunum í leik liðanna á Íslandsmótinu á Grindavíkurvelli. Grindavík vann Tindastól 6-2 og skoraði Helga Guðrún þrjú mörk í hvorum hálfleik. Hún hefur skoraði 14 mörk í 8 leikjum í sumar …

Leikur hjá 2.flokki í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Það er toppleikur hjá 2.flokki karla í kvöld þegar strákarnir taka á móti HK/Ýmir í kvöld klukkan 19:00 Liðin eru að spila í C deildinni þar sem HK/Ýmir eru efstir með 27 stig.  Haukar eru í öðru sæti með 26 stig en Grindavík í því þriðja með 22.  Eins og sjá má á vef ksi.is þá er þetta fjölbreyttur hópur …

Sex stiga leikur í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Tvö neðstu liðin í Pepsideild karla, Grindavík og Selfoss, mætast á Grindavíkurvelli kl. 18:00 í dag. Athygli er vakin á leiktímanum. Þetta er einn af þessum svokölluðu sex stiga leikjum og klárlega mikilvægasti leikur sumarsins hjá strákunum okkar sem verða án þriggja lykilmanna í dag. Marko Valdimar Stefánsson og Pape Mamadou Faye taka út eins leiks bann vegna fjögurra gulra …

Nánast úrslitaleikur fyrir okkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Stigin skipta gríðarlegu máli núna og leikurinn í kvöld er leikur sem við verðum að vinna. Þetta er nánast úrslitaleikur fyrir okkur,” sagði Óskar Pétursson markvörður Grindvíkinga við Fótbolta.net í dag en liðið mætir Selfyssingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Þessi lið eru í fallsæti í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í kvöld en þau gerðu 3-3 jafntefli fyrr í sumar. ,,Í fyrri …

Grindavík – Selfoss í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Selfoss mætast í kvöld á Grindavíkurvelli í leik sem gæti skipt sköpum fyrir bæði lið.  Leikurinn hefst klukkan 18:00 Oft er talað um 6 stiga leik og er þetta sannarlega einn slíkur.  Haustmótið er nú hafið þar sem Grindavík, Selfoss og Fram berjast um sæti í efstu deild að ári.  Fyrir leikinn er Grindavík í 12 sæti með …

Grindvískir stuðingsmenn í stuðningssveit íslenska landsliðsins!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

www.karfan.is er með ansi skemmtilega áskorun á stuðningslið íslensku liðanna í körfunni og er m.a. minnst á okkar frábæru stuðningssveit sem ber nafnið Stinningskaldi. Allir Stinningskaldar eru væntanlega að fara mæta á leikinn á morgun í fótboltanum á móti Selfossi en svo hvet ég alla körfuboltaáhugamenn til að mæta á landsleikinn á móti Ísrael í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið.  Loksins er …

Þórkatla í stuði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur lögðu Álftanes að velli í B-riðli 1. deildar kvenna í gærkvöldi 2-1. Þórkatla Sif Albertsdóttir fyrirliði var í miklu stuði og skoraði bæði mörk Grindavíkurliðsins en hún er markahæsti leikmaður liðsins í sumar með 6 mörk. Þetta var fjórði sigur Grindavíkur í síðustu fimm leikjum. Fyrra mark Þórkötlu kom á 39. mínútu úr vítaspyrnu en þá jafnaði Grindavík leikinn. …