Leikur hjá 2.flokki í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Það er toppleikur hjá 2.flokki karla í kvöld þegar strákarnir taka á móti HK/Ýmir í kvöld klukkan 19:00

Liðin eru að spila í C deildinni þar sem HK/Ýmir eru efstir með 27 stig.  Haukar eru í öðru sæti með 26 stig en Grindavík í því þriðja með 22.  Eins og sjá má á vef ksi.is þá er þetta fjölbreyttur hópur sem spilar undir stjórn Jankó, allt frá strákum sem eiga nokkra leiki með aðalliðinu í sumar og niður í stráka fædda 1999.

Næstkomandi sunnudag mæta strákarnir Sindra þar sem lærimeistarinn er enginn annar en Óli Stefán Flóventsson.