ÍA 2 – Grindavík 1

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík náði ekki að minnka muninn í botnbaráttuni þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag.

Byrjunarlið Grindavíkur var skipað eftirfarandi leikmönnum í c.a. þessari uppstillingu:

Óskar

Loic  –  Ólafur Örn   –  Mikael  –  Ray

Markó  –  Björn Berg

Magnús              Óii Baldur

Ameobi

Á bekknum voru Alexander, Alex, Ægir, Matthías, Scotty, Pape og Hafþór og komu þrír síðastnefndu inn á.

Eins og í leiknum gegn Selfoss var Grindavík góðir fyrsta korterið og líklegir til að setja fyrsta markið í leikinn.  En það var hinsvegar elsti maðurinn á vellinum sem gerði þá á 22. mínútu þegar Dean Martin skoraði eftir að okkar menn náðu ekki að hreinsa almennilega frá eftir sendingu af hægri kantinum.

Staðan var 1-0 í hálfleik sem var sanngjarnt þar sem heimamenn voru heilt yfir betri fram að hléi.

Grindavík átti hinsvegar alveg seinni hálfleikinn og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelming skagamanna.  Illa gekk hinsvegar að komast í nægilega gott færi, hávaxið hafsentapar ÍA átti ekki í vandræðum með háu boltana.  Í einni af fáum sóknum heimamanna varði Óskar gott skot en ÍA náðu frákastinu og Garðar Bergman Gunnlaugsson skoraði og staðan því orðin 2-0.  

Mark Grindavíkur lá hinsvegar í loftinu og ótrulegt að boltinn komst ekki inn fyrir línuna í nokkrum fínum færum.  Það var ekki fyrr en á 88. mínútu sem Scotty braut ísinn og skoraði beint úr aukaspyrnu. 

2-1 var því lokastaðan í leik þar sem 1 stig hefði verið sanngjarnara.  Leikmenn Grindavíkur eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik.  Barist var fyrir hverjum bolta og gáfu þeir allt sitt í leikinn.  Ef þeir halda áfram þessari spilamennsku þá er mótið alls ekki búið.  Ef það dugar ekki þá kveðja þeir allavega deildina með reisn og Grindavík til sóma.