Þórkatla í stuði

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur lögðu Álftanes að velli í B-riðli 1. deildar kvenna í gærkvöldi 2-1. Þórkatla Sif Albertsdóttir fyrirliði var í miklu stuði og skoraði bæði mörk Grindavíkurliðsins en hún er markahæsti leikmaður liðsins í sumar með 6 mörk. Þetta var fjórði sigur Grindavíkur í síðustu fimm leikjum.

Fyrra mark Þórkötlu kom á 39. mínútu úr vítaspyrnu en þá jafnaði Grindavík leikinn. Þórkatla skoraði sigurmarkið á 59. mínútu en sigurinn var fyllilega verðskuldaður en Álftanes er langneðsta liðið í riðlinum með 3 stig en Grindavík er í 4. sæti með 19 stig. Grindavík á einn leik eftir, gegn Keflavík 24. ágúst nk.

Byrjunarlið Grindavíkur: Helga Kristín Guðmundsdóttir (M), Sarah Wilson, Þórkatla Sif Albertsdóttir, Anna Pála Þorsteinsdóttir, Sarah Unwin, Rebekka Þórisdóttir, Hulda Sif Steingrímsdóttir, Rebekka Salicki, Marta Sigurðardóttir,Íris Eir Ægisdóttir, Ágústa Jóna Heiðdal.

Mynd: Þórkatla Sif markaskorari og fyrirliði Grindavíkur og Anna Þórunn sem nú leikur með ÍBV.