Grindavík – Selfoss í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Selfoss mætast í kvöld á Grindavíkurvelli í leik sem gæti skipt sköpum fyrir bæði lið.  Leikurinn hefst klukkan 18:00

Oft er talað um 6 stiga leik og er þetta sannarlega einn slíkur.  Haustmótið er nú hafið þar sem Grindavík, Selfoss og Fram berjast um sæti í efstu deild að ári.  Fyrir leikinn er Grindavík í 12 sæti með 10 stig, Selfoss með 11 og Fram með 13 stig.  Fram mætir Breiðablik á Laugardalsvellinum klukkan 19:15 í kvöld.

Grindavík verður án Marko, Alexander og Pape sem allir taka út bann vegna fjölda gulra spjalda en það kemur maður í manns stað og liðið ætlar sér að halda áfram þessu góða gengi í síðustu leikjum.