Sex stiga leikur í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Tvö neðstu liðin í Pepsideild karla, Grindavík og Selfoss, mætast á Grindavíkurvelli kl. 18:00 í dag. Athygli er vakin á leiktímanum. Þetta er einn af þessum svokölluðu sex stiga leikjum og klárlega mikilvægasti leikur sumarsins hjá strákunum okkar sem verða án þriggja lykilmanna í dag.

Marko Valdimar Stefánsson og Pape Mamadou Faye taka út eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Alexander Magnússon tekur einnig út eins leiks refsingu vegna sjö gulra spjalda.

Selfyssingar verða einnig án miðvarðarins og fyrirliðans Stefáns Ragnars Guðlaugssonar sem hefur safnað fjórum gulum spjöldum.

Staðan í deildinni er þessi:

1. FH 14 10 2 2 36:14 32
2. KR 15 8 3 4 28:20 27
3. ÍBV 14 8 2 4 27:12 26
4. ÍA 15 7 3 5 24:28 24
5. Stjarnan 15 5 7 3 32:29 22
6. Breiðablik 15 6 4 5 15:18 22
7. Keflavík 15 6 3 6 26:23 21
8. Valur 15 7 0 8 23:23 21
9. Fylkir 15 5 5 5 20:28 20
10. Fram 15 4 1 10 19:26 13
11. Selfoss 15 3 2 10 19:33 11
12. Grindavík 15 2 4 9 22:37 10