Grindvískir stuðingsmenn í stuðningssveit íslenska landsliðsins!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

www.karfan.is er með ansi skemmtilega áskorun á stuðningslið íslensku liðanna í körfunni og er m.a. minnst á okkar frábæru stuðningssveit sem ber nafnið Stinningskaldi.

Allir Stinningskaldar eru væntanlega að fara mæta á leikinn á morgun í fótboltanum á móti Selfossi en svo hvet ég alla körfuboltaáhugamenn til að mæta á landsleikinn á móti Ísrael í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið.  Loksins er íslenska körfuboltalandsliðið að keppa og það í alvöru móti og hafa andstæðingarnir ekki verið af verri endanum!  Fyrst töpuðum við naumt fyrir Serbum sem er með sterkari þjóðum Evrópu í körfuknattleik en svo unnum við Slóvaka á útivelli á laugardaginn!  Aldeilis frábær byrjun og nú er um að gera að fylgja henni eftir á móti stórliði Ísraela á þriðjudagskvöldið.  Áfram Ísland!