Helga Guðrún skoraði sex mörk

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það gerist ekki á hverjum degi að leikmaður skorar 6 mörk í einum leik. En Helga Guðrún Kristinsdóttir leikmaður 3. flokks Grindavíkur afrekaði þetta í leik gegn Tindastóli á dögunum í leik liðanna á Íslandsmótinu á Grindavíkurvelli.

Grindavík vann Tindastól 6-2 og skoraði Helga Guðrún þrjú mörk í hvorum hálfleik. Hún hefur skoraði 14 mörk í 8 leikjum í sumar og staðið sig með prýði eins og reyndar allar Grindavíkurstelpurnar í þessum flokki. Þær spila síðustu tvo leiki sína í Íslandsmótinu um næstu helgi, gegn KR kl. 13 á laugardag og gegn Keflavík á sunnudaginn kl. 12:00. Báðir fara þeir fram í Grindavík.

Þjálfari liðsins er Sveinn Þór Steingrímsson.

Myndin var tekin af 3. flokki í vor þegar stelpurnar unnu mót sem KR stóð fyrir. Helga Guðrún er fremst á myndinni til vinstri (liggjandi).