Grindavík – KR í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og KR mætast í Grindavík klukkan 16:30 í Dominosdeild kvenna. Heil umferð fer fram í dag, Snæfell og Valur mætast klukkan 15:00 og klukkan 16:30 er það leikur Grindavíkur og KR, Keflavík – Haukar og Njarðvík – Fjölnir. Það eru nokkur stig á milli liðanna þar sem KR hefur byrjað betur í vetur.  Liðin mættust í fyrstu umferðinni þar …

Scott Ramsay og Magnús framlengja

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Scott Ramsay og Magnús Björgvinsson hafa báðir skrifað undir nýja tveggja ára samninga við Grindavík. Leikmennirnir voru báðir samningslausir en þeir hafa nú ákveðið að taka slaginn með Grindvíkingum í fyrstu deildinni næsta sumar. Hinn 37 ára gamli Ramsay var í minna hlutverki hjá Grindavík í sumar en oft áður en hann skoraði eitt mark í átján leikjum í Pepsi-deildinni. Ramsay …

Læti í Fjósinu en grindvískur sigur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði Skallagrím með 93 stigum gegn 86 í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi í Borgarnesi í hörku leik þar sem úrslitin réðust á vítalínunni á lokasprettinum.   Fjósið í Borgarnesi var fullt að vanda þegar Íslandsmeistararnir komu í heimsókn. Hart var barist og Páll Axel Vilbergsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður til að byrja með og skoraði 17 …

Flottur sigur á erfiðum útivelli

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík gerði góða ferð í fjós fyrrum liðsfélaga, Páls Axels og félaga hans í Skallagrími í kvöld og unnu eftir dramatískar lokamínútur. Ég var ekki á leiknum og ætla því að vísa í flotta umfjöllun á karfan.is um leikinn,  http://www.karfan.is/read/2012/11/08/thrandur-i-skallagrimsgotu Skv. þessu var Sammy frábær með 3falda tvennu (27stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar).  Auk þess tapaði hann bara 1 …

Crystal Smith tekur við kvennaliðinu og Guðmundur aðstoðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bandaríski leikmaðurinn Crystal Smith hefur tekið við sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta og Guðmundur Bragason verður henni til aðstoðar. Þetta staðfesti Guðmundur við heimasíðuna í morgun en þetta fyrirkomulag verður til reynslu fram að áramótum. Grindavík hefur verið án þjálfara í síðustu tveimur leikjum eftir að Bragi Magnússon hætti störfum eftir dapra byrjun liðsins. Óhætt er að segja að …

Drógust gegn liðum í neðri deildum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í hádeginu var dregið í 1. umferð í bikarkeppni KKÍ. Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur fengu andstæðinga úr neðri deildunum. Kvennaliðið mætir Víkingi Ólafsvík á útivelli og karlaliðið mætir 2. deildarliði Leikni, einnig á útivelli.

Nýr þjálfari:Guðmundur Bragason

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Guðmundur Bragason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í körfubolta. Bragi Magnússon hætti á dögunum og fyllti Ellert Magnússon í skarð hans þangað til að nýr þjálfari var ráðinn.  Guðmundur mun stýra liðinu og verður Crystal Smith honum til aðstoðar. Crystal kom til landsins í október og hefur spilað mjög vel með liðinu, Guðmund þarf ekki að kynna en hann …

Skallagrímur – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Áhugaverður leikur fer fram í Dominosdeild karla í kvöld. Grindavík mætir þá Skallagrím í Borganesi klukkan 19:15.  Skallagrímur með Pál Axel fremstan í flokki hefur komið á óvart í upphafi móts þar sem þeir hafa unnið 3 af 4 leikjum sínum og eru í þriðja sæti með 6 stig, jafn mikið og Grindavík en þeir eiga leik inni. Skallagrímur er …

Æfingatafla fótboltans veturinn 2012-2013

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Æfingar knattspyrnudeildar veturinn 2012-2013 eru komnar á fullt í fjölnota íþróttahúsinu Hópinu. Æfingatöfluna má sjá hér. Vel menntaðir þjálfarar stýra yngri flokkunum og fram undan eru mörg skemmtileg verkefni.

Grindavík 105 – Haukar 61

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík jafnaði Keflavík á toppi B riðils í Lengjubikarnum með stórsigri á Haukum í gærkveldi 105-61 Sigurinn var aldrei í hættu og voru yfirburðir Grindavíkur þónokkrir eins og lokatölur segja um.  Ellefu leikmenn fengu meira en 10 mínútur í leiknum og sá eini  sem spilaði minna en það var Ólafur Ólafsson sem kom inn á undir lok þriðja leikhluta.  Sérlega …