Nýr þjálfari:Guðmundur Bragason

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Guðmundur Bragason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í körfubolta.

Bragi Magnússon hætti á dögunum og fyllti Ellert Magnússon í skarð hans þangað til að nýr þjálfari var ráðinn.  Guðmundur mun stýra liðinu og verður Crystal Smith honum til aðstoðar.

Crystal kom til landsins í október og hefur spilað mjög vel með liðinu, Guðmund þarf ekki að kynna en hann er einn farsælasti leikmaður Grindavíkur og verður gaman sjá hvernig þeim reiðir af í vetur.