Skallagrímur – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Áhugaverður leikur fer fram í Dominosdeild karla í kvöld.

Grindavík mætir þá Skallagrím í Borganesi klukkan 19:15.  Skallagrímur með Pál Axel fremstan í flokki hefur komið á óvart í upphafi móts þar sem þeir hafa unnið 3 af 4 leikjum sínum og eru í þriðja sæti með 6 stig, jafn mikið og Grindavík en þeir eiga leik inni.

Skallagrímur er með tvo góða útlendinga auk Pál Axels sem er með rúmlega 22 stig í leik.

Liðin mættust í Lengjubikarnum 22 október þar sem Grindavík fór með sigur af hólmi 104-79