Flottur sigur á erfiðum útivelli

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík gerði góða ferð í fjós fyrrum liðsfélaga, Páls Axels og félaga hans í Skallagrími í kvöld og unnu eftir dramatískar lokamínútur.

Ég var ekki á leiknum og ætla því að vísa í flotta umfjöllun á karfan.is um leikinn, 

http://www.karfan.is/read/2012/11/08/thrandur-i-skallagrimsgotu

Skv. þessu var Sammy frábær með 3falda tvennu (27stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar).  Auk þess tapaði hann bara 1 bolta en stal 2.  Svona verðum við alltaf að sjá Sammy, það er bara einfalt mál!  Ég hef alltaf sagt að hann geti þetta og vel það en stundum er eins og það vanti eitthvað upp á áhugann eða eitthvað hjá honum.  En ef hann getur spilað svona áfram þá erum við svo sannarlega í góðum málum.

Aaron fær líka góða umsögn en hann var með 23 stig og 7 fráköst í þessum leik.  Varði auk þess 4 bolta.  Sömuleiðis hef ég það álit á Aaron að hann eigi að geta þetta allt.  Hann virtist vera búinn að vera á einhverri niðursveiflu en kom greinilega sterkur upp í þessum leik og svona þurfum við og viljum alltaf sjá hann.

Þrír aðrir komu sér í 2-stafa stigaskorun, Siggi Þorsteins með 17 stig, Jói með 12 og Lalli með 10.  Þar sem aðeins einn varamaður skoraði er eins gott að minnast á hann hér….  David Ingi Bustion setti 6 stig.

Skv. því sem ég heyrði var vörnin eins og gatasikti í fyrri hálfleik en menn tóku greinilega á því í seinni hálfleik.  Vörnin hefur verið allt of sveiflukennd í vetur og ljóst að ef liðið ætlar sér einhverja hluti þá verður vörnin alltaf að vera góð.  Með varnarjaxl eins og Sverri Þór í brúnni þá hef ég fulla trú á að sú verði raunin en einhvers staðar segir að vörn sé vilji og vilji sé hugarfar (þetta sagði Paxel eftir bikarsigurinn á mót Kef 2006) og vona ég að menn taki mark á þessum orðum fyrrum fyrirliða liðsins.

Liðið er í 3. sæti eins og sakir standa og er ekkert annað í boði en halda áfram.

Næsti leikur er á sama stað og þ.a.l. á móti sama liði en þá eigast þessi lið við í Lengju-fyrirtækjabikarnum.  Leikurinn fer fram á mánudagskvöld og byrjar kl. 19:15.  Við erum í hörku baráttu við Keflvíkinga um að komast upp úr okkar riðli og í Final four svo þennan leik verður að vinna!

Áfram Grindavík!