Grindavík – KR í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og KR mætast í Grindavík klukkan 16:30 í Dominosdeild kvenna.

Heil umferð fer fram í dag, Snæfell og Valur mætast klukkan 15:00 og klukkan 16:30 er það leikur Grindavíkur og KR, Keflavík – Haukar og Njarðvík – Fjölnir.

Það eru nokkur stig á milli liðanna þar sem KR hefur byrjað betur í vetur.  Liðin mættust í fyrstu umferðinni þar sem KR vann 62-51.  Síðan þá hafa orðið þjálfaraskipti auk þess að erlendur leikmaður, Crystal Smith, gekk til liðs við Grindavík.